14 maí 2009

sannanir!

ef einhver skyldi hafa efast um réttmæti þess að tala um Júróvision sem ljótukjólakeppni þá eru sannanirnar yfirgnæfandi.

Ég hélt að Malene frá Svíþjóð væri í ljótasta kjólnum með eitthvað fjaðradrasl hangandi neðan úr honum.


En það var áður en ég sá kjólinn hennar Jóhönnu! Það er þó allavega hægt að skilgreina það sem hangir neðan úr kjólnum hennar Malene, þetta eru hinsvegar bláar..borðtuskur?


Tyrkland sló alveg í gegn með þessum...magadansbúningadressum?

Held samt að Alladínbuxurnar með klaufinni og ökklastígvélasandölunum? hafi alveg sett punktinn yfir ljótleikann.

Ísrael stóð sig einnig með prýði í ljótufatavali, enda veit maður varla hvað á að kalla þetta sem söngkonan vinstra megin er í.

Hef grun um að henni hafi fundist kjólinn of stuttur (náði ekki niður fyrir rass) svo slóðanum var skellt aftan á. Eitthvað hefur henni fundist kjóllinn enn sýna of mikið að neðan svo það var ákveðið að splæsa buxum og hnéháum stígvélum við! Held líka að hönnuðurinn sé blindur.

Myndin af búlgörsku aukaleikurunum í endurgerð myndarinnar Willow segir allt sem segja þarf!



Greinilegt að Elena hin rúmenska fer í Brazilískt! Veit ekki hvað slóðinn á að fela, enda tekst honum ekkert sérlega vel upp. Strápilsafílingurinn hjá dönsurunum er samt alveg til að toppa ljótleikann hér.

Finnsku stelpurnar stóðu sig líka nokkuð vel í kjólum úr versluninni Mótor frá árinu 1995.

Engin ummæli: