01 janúar 2010

mig dreymdi að væri komið árið 2012

en 2010 er það nú víst. Verð líklega um mánuð að venjast nýju ártali eins og venjulega...ekki sérlega gott þegar maður byrjar að leita uppi glósurnar fyrir próf og undrar sig á því af hverju það eru árs gamlar glósur innan um nýjar!

Fjölmiðlarnir eru alltaf uppfullir á nýju ári af yfirliti í máli og myndum yfir það gamla og ákvað ég í ár að vera enginn eftirbátur þeirra og skella hér inn mínu ári í máli og myndum - aðallega myndum þó.

Janúar - forvarði gripina frá Birka.


Febrúar - fór á skauta.


Mars - leiddist stundum.


Apríl - mátaði fornleifar í Hallandi.


Maí - tók fullt af sýnum.


Júní - gekk ég með sólgleraugu.


Júlí - mokaði holur meðan Busi svaf.



Ágúst - þeysti um á bát á Þjórsá.


September - gróf mína fyrstu gröf.


Október - polkagrisar og nammigrísar.


Nóvember - var andvaka milli matarboða.


Desember - jól og fimbulkuldi á Íslandi.



Áramótaheitið í ár verður hinsvegar leyndó...aðallega svo ekki sé hægt að benda mér á að ári að ég hafi ekki haldið það heit.

Engin ummæli: