10 janúar 2010

heimsins heppnasti sauður

hélt að ég hefði toppað Tapað/Fundið skorið hér en annað kom á daginn þegar ég gleymdi tölvutöskunni minni á brautarpallinum hjá Arlanda Expresslestinni út á flugvelli þegar ég kom til Sthlm í hádeginu í dag! Í töskunni var að sjálfsögðu tölvan mín með ritgerðinni og fyrirlestrinum sem ég var að vinna að heima öll jólin og á að flytja á þriðjudaginn, fyrir utan svona allt annað sem einhverju máli skiptir varðandi mitt meistaranám hér í Svíaríki. Ég var með heilan einhverstaðar í bandi á eftir mér svo ég fattaði ekki að ég væri ekki með téða tösku fyrr en heim var komið og búið að taka upp úr þeim töskum sem ég mundi eftir! Panikaði náttúrulega og hringdi í Ingu (en hún er svo heppin að fá alltaf að taka þátt í svona veseni með mér) og fundum upplýsingar um Hittegods (Tapað/Fundið þeirra Svía)bæði hjá Arlanda Expresslestinni og flugvellinum sjálfum. Fékk bara upplýsingar um tölvupóst og símsvara, sendi tölvupóstinn en þar sem ég les ekki inn á símasvara þá sleppti ég honum en ákvað svo einnig að fara niður á Centralstation og tékka hvort eitthvað hafi fundist. Og viti menn, tölvutaskan mín fannst nokkrum mínútum eftir að ég tók lestina svo ég er komin með hana og allt sem í henni var í mínar hendur.

Er nú orðin kunnug öllum hnútum varðandi Hittegods hjá hinum ýmsu stofnunum og fyrirtækjum hér svo ef þið týnið einhverju hér í Sverige hafið bara samband og ég get leiðbeint ykkur í gegnum ferlið.

Engin ummæli: