19 janúar 2010

Undirbúningur fyrir ÓL 2026 er hafinn!

jú jú, þá er undirbúningur minn fyrir Vetrarólympíu- leikana árið 2026 hafinn en þar hef ég hugsað mér að keppa í listhlaupi á skautum! Er búin að spá mikið en hef ekki enn ákveðið hvort ég muni keppa í einstaklings- eða paraflokki. Æfingar eru að vísu ekki hafnar en búningurinn er næstum komin á hreint, er eins og stendur með valkvíða milli þessara tveggja.



Kannski fær ég fleiri hugmyndir frá EM á skautum sem haldin er í dag og næstu daganna í Tallinn. Ef það eru engir fínir búiningar þar, þá er alltaf hægt að halda í vonina þar sem Vetrarólympíu-leikarnir eru nú í febrúar!

Engin ummæli: