08 febrúar 2010

Kjánahrollur ársins 2010?

Er vart búin að ná mér af kjánahrollinum sem fylgdi því að horfa á Melodifestivalen á laugarsdagskvöldið. Kynnarnir eru svona týpískt tríó, ein kona og tveir karlar, sem samanstendur af þremur misfrægum Svíum og eru bara alls ekki fyndin þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hinsvegar fannst mér þetta söng- og dansatriði Dolph Lundgren aka Ivan Drago(sem er einn af misfrægu Svíunum) bráðfyndið, þó svo að mig gruni að það hafi ekki verið ætlunin.


Fyrir þá sem ekki vita hver Ivan Drago/Dolph Lundgren er (Inga Hlín), set ég inn atriði með einni fleygustu setningu kvikmyndasögunnar.

Engin ummæli: