28 maí 2010

Rottur og rómantískir kjólar

Á leiðinni heim í dag/kvöld sá ég einn nágranna minn hér á Lappis en það er rotta sem mér skilst að búi í beði við reiðhjólaskýli ská á móti mér. Ekki amalegir nágrannar hér á Lappis! Ég er frekar svekkt yfir að hafa ekki frekar íkorna búandi ská á móti mér, hef ekki einu sinni séð þá í trénu fyrir utan en það er allt fullt af þeim fyrir utan deildina svo ég kjái bara til þeirra þar. Annars segir Auður að íkornar séu ekkert betri en rottur, þeir séu bara með betri kynningarfulltrúa!

Ætli rottur væru krúttlegri ef þær væru með loðið skott?

Af því að sumarið er komið þá er mig búið að langa mikið í rómantískan sumarkjól og hlaupa niður grasbrekku.



Í tilefni af því að ég fyllti ár nú í mai þá splæsti ég á mig einum slíkum. Hversu skynsamleg fjárfesting þetta reynist vera er óvíst þar sem ég fer á fjöll eftir ca. hálfan mánuð og verð þar langt fram á haust. En hver segir svo sem að afmælisgjafir eigi að vera skynsamlegar? Allavega ekki ég!

Engin ummæli: