23 maí 2010

sólin leikur um mig

hér í Stokkhólmi (ok smá rigning núna) og ég hlusta á geitungana fyrir utan gluggann minn sem reyna að finna sér leið inn til mín, en ég er búin að sjá við þeim þar sem ég opna ekki lengur gluggana!
En öll þessi sól hefur líka í för með sér nokkuð óviljandi en frekar kúl (að mínu mati) brúnkuför.


Notaði líka tækifærið í góða veðrinu til að kíkja á fornleifauppgröft í Korsnäs en það er sami staður og ég og Inga grófum á í haust. Sigtablætið fékk líka smá útrás í leiðnni.


Ég fór líka upp í sumarbústað/hús með Ingu, Elinu og Cissi fyrir stuttu (áður en sólin kom) þar sem Inga aflakló veiddi væna geddu sem hún myrti síðan og át!


Fór líka til Gotlands í apríl en Gotlendingar tala og skrifa skrítna sænsku.

Engin ummæli: