jebb..það er allt á kafi í snjó hér í Stokkhólmi. Reyndar átti ég nú ekki von á því að Svíarnir yrðu svona stressaðir yfir smá snjókomu, en í dagblöðunum í dag var fólki ráðlagt að halda sig heima við í dag og ekki senda börnin sín í skólann...allt vegna smá snjókomu! Sem þeim fannst reyndar vera stormur!! En í alvöru...þá var varla vindur með ofankomunni í dag, komu smá hviður við og við síðustu nótt en ekkert Öræfasveitar rok! En snjókoma þýðir reyndar seinkun á lestunum...þær eru víst ekki alveg gerðar fyrir vetrarveður á norðurslóðum..reyndar ekki haustveður heldur þar sem lauf sem falla á lestarteinanna á haustin valda einnig seinkunum..kannski virka þær bara fínt á sumrin?
En allavega þá þarf ég að fara inn í borg á morgun svo það er eins gott að reikna með þessum "snjóseinkunum"...
Derka/Lock er hér sofandi uppi í rúminu mínu..hann er í fýlu því Breki er í útlöndum svo hann er að prófa aðra staði til að sofa á...hann er þó ekki alveg kominn á fullt í hunguverkfallið eins og vanalega..